100 ára afmæli eru bara snilld
25.6.2007 | 22:39
Var í alveg dásamlegri afmælisveislu um helgina þar sem "svilarnir" héldu uppá 100 ára afmæli. Buðu þeir okkur uppá spænska smárétti sem við vorum að borða frá því kl 16-rúmlega 24.00 Þeir voru búnir að vera sveittir í eldhúsinu í tæpa viku að undirbúa og þvílíkur árangur já ég varð hreinlega ástfangin af matnum. Matseðillinn var náttúrulega á spænsku svo maður varð bara að giska á hvað væri næst og voru tilgáturnar oft mjög skemmtilegar því við vorum misvel að okkur í spænskri tungu. Allir voru þó með bjórmarineraða kjúklinginn á tæru. djúpsteikti geitaosturinn var yndislegur og saltfiskbollurnar mmmmmmmmmm þvílíkt lostæti, rækjur,humar, döðlur, fyllt egg, svínakjötsbollur, kartöflur, eggjakaka, ofl. ofl. hvítlaukur,hvítlaukur og aðeins meiri hvítlaukur og slatti af olivum.Allt rann þetta ljúflega niður hefði getað haldið áfram að borða í heila viku, enda var ekkert slæmt að komast í afganga daginn eftir. Hallgrímur missti af þessu öllu saman en hann var að klífa Bjólf ásamt ca-80 öðrum fjallagörpum og skemmti sér þar alveg stórvel.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
hljómar bara vel. Verði þér að góðu. Bara að kvitta fyrir mig. Stefnan er tekin austur í júlí, verður frúin heima eða að heima um miðjan mánuðinn?
kv Hafdís Jóhanns
Hafdís Jóhannsdóttir, 25.6.2007 kl. 23:16
Frúin verður að öllum líkindum heima. Sumarfríið byrjar 9.júlí og hef ekki planað neitt ennþá, gæti farið vestur seinnipartinn í júlí en ekkert ákveðið. Verið þið mæðgin bara velkomin
Anna Guðbjörg Sigmarsdóttir, 26.6.2007 kl. 17:46
Takk fyrir það, læt vita af ferðum mínum, ætla að byrja á að koma austur áður en ég fer suður ( læra frá því í fyrra, sko dugleg)
Hafdís Jóhannsdóttir, 27.6.2007 kl. 21:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.