Flugdrekahlauparinn

Ég var að klára að lesa bók sem að heillaði mig gjörsamlega hún heitir Flugdrekahlauparinn og er eftir Khaled Hosseini. Sögusviðið er Afganistan meðan landið var hersetið af Sovétríkjunum. söguhetjan er 12 ára drengur sem býr með föður sínum í Kabúl ásamt þjóni og syni hans strákarnir tveir eru bestu vinir og fáum við að fylgjast með lífi þeirra,sorgum og gleði. Bókin er afburða vel skrifuð og ekkert mál að lifa sig inn í söguna  þó svo að hún gerist í landi sem er bæði langt í burtu og menning og siðir með allt öðrum hætti en við þekkjum hér uppi á íslandi. Ég held að það sé öllum hollt að lesa bækur sem gerast í öðrum menningarheimi en okkar eigin. Eftir lesturinn fór ég að velta því fyrir mér hvort einmitt það að lesa bækur eftir höfunda landa sem maður þekkir ekki mikið sé ekki ágætis aðferð til að koma í veg fyrir fordóma og sinnuleysi gagnvart þeim óhugnaði sem viðgengst í fjarlægum löndum, það er nefnilega svo auðvelt að loka bæði augum og eyrum þegar skelfingar gerast langt í burtu í landi sem maður þekkir ekki og fólkið talar undarlegt tungumál sem maður skilur ekki. Einhvernvegin verður samkenndin meiri þegar skelfingar gerast í landi þar sem maður allavega skilur svona nokkurnvegin hvað fólk er að segja. Þetta er náttúrulega gjörsamlega fáránlegt, auðvitað ætti maður að geta fundið til með öllu fólki ekki bara næsta nágranna. Held ég reyni hér eftir að finna höfunda frá löndum sem ég þekki lítið.    

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arnfinnur Bragason

Frábær bók! Gerir okkur bara gott að lesa bækur frá ólíkum þjóðfélögum. Bendi þér á að lesa "Villtu vinna milljarð" sem kom út fyrir síðustu jól

Arnfinnur Bragason, 14.5.2007 kl. 22:35

2 Smámynd: Anna Guðbjörg Sigmarsdóttir

Takk fyrir ábendinguna   "miljarðabókin" verur sett á listann.

Anna Guðbjörg Sigmarsdóttir, 14.5.2007 kl. 22:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband