Prófalok og öldungur í blaki
3.5.2007 | 23:01
jæja þá er íslenskuprófið skelfilega búið og ég enn á lífi.. nokk gott hjá mér... það var veisla í kvöld til að fagna þessum merku tímamótum, vonandi verður líka tilefni til veisluhalda þegar einkunnir koma.
Ég og minn ástkæri fórum á blakmót um síðustu helgi, það var hrikalega gaman eins og alltaf. Á þessu móti koma saman einhver hundruð manns að spila blak og skemmta sér og allir skemmta sér líka þeir sem tapa, það er kanski skammast aðeins á vellinum en menn eru búnir að gleyma því um leið og búið er að snúa sér við og það er alveg frábært að fylgjast með þessu. Mæli með þessari skemmtun.
Mitt fólk stóð sig bara vel eitt lið fór upp um deild annað stóð í stað og það þriðja, þannig að meðaltalið var bara nokkuð gott. Þegar við komum svo heim á þriðjudag var rúmlega 20 stiga hiti og við næstum dóum úr hita, það er aðeins kaldara í dag og rigndi meira að seigja áðan, en svona eru austfirðir í dag.



Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.