Já það tókst

Húrra húrra Smile þetta gekk ótrúlega vel gat meira að segja sent færsluna tvisvar, en það er nú kanski svolítið mikið ,skal viðurkenna það.

Hér í firðinum þrönga er búinn að vera ótrúlegur hiti í dag (17 gráður ) og smá vindur með svo þetta er búinn að vera ekta þvotta dagur, enda allt þvegið sem hægt var að þvo,milli þess sem forsíðan á verkefninu mínu var búin til, Ársæll og kötturinn máttu þakka fyrir að lenda ekki í vélinni og svo á snúrunni í þvottakasti húsfrúarinnar. Vorið er kanski bara komið, sá að laukarnir eru að hamast við að koma upp, svo það væri nú freistandi að hreinsa beðin og ekki veitti nú læknum af smá hreingerningu. Skoðaði hann í dag og hann er fullur af allskonar drasli sem hefur fokið þangað í vetur. En ætli það eigi ekki aftir að kólna eitthvað og jafnvel snjóa, páskarnir eru nú ekki komnir ennþá.   Kanski að ég fari á morgun og nái mér í greinar fyrir páskana, ætti að geta fundið eina eða tvær í frumskóginum mínum Joyful

Anna Bugga


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband